top of page

RiveStop

Nýjungar við steinsteypu og uppslátt.


Protec getur nú boðið upp á 2 nýjungar fyrir byggingariðnaðinn frá RIVE. 
Annarsvegar er um að ræða endurnýtanleg kónarör og hinn vegar tappa til að loka kónagötum á öruggan og fljótlegan hátt. 
Kónarörin, RIVEPIPE, eru tvískipt í ýmsum lengdum, sem tryggir að hægt er að hafa veggþykkt frá 175mm og upp í 1400mm.Rörin, sem eru sterk og endingargóð,  eru endurnýtanleg a.m.k. 10 sinnum.  Þau eru sett í mótin á hefðbundinn hátt, en eftir að slegið hefur verið frá er þeim kippt út með sérstöku verkfæri. Lögun röranna tryggir að auðvelt er að ná þeim út og ekkert sér á steypunni.Tímasparnaður er mikill þegar RIVE vörurnar eru notaðar.
Sem dæmi má nefna að 1 starfsmaður fjarlægir, á 3 klst. 1000 kónarör og lokar kónagötum með RIVESTOP töppum, en það er seinni nýjungin frá RIVE.
RIVESTOP topparnir vinna eins og draghnoð, eru sett í með venjulegri draghnoða töng eða rafmagns hnoðtöng. Tapparnir veita fullkomna þéttingu allt að 6 bar eða 60m vatnssúlu. Verulegur sparnaður er í því að nota tappana þar sem starfsmaður getur lokað 6-7 götum á mínútu, ef hann notar rafmagnshnoðtöng.
Notkun á bæði RIVEPIPE og RIVESTOP krefst engrar þjálfunar eða sérþekkingar en er afar einföld og fljótleg.

Pdf-icon.png

Datasheet RiveStop

Pdf-icon.png

Tími eru peningar I

Pdf-icon.png

Tími eru peningar II

Pdf-icon.png

Tími eru peningar

Pdf-icon.png

Test Certificates RiveStop

Pdf-icon.png

RivePipe Fact CAST IMPRIMIR

​Hér má sjá myndir af búnaðinum.
 

bottom of page