top of page

Ylklæðningar

Við getum boðið yleiningar frá nokkrum völdum framleiðendum í Evrópu: Tékklandi,
Austurríki, Póllandi og víðar.
Einingarnar eru almennt með stálplötu á báðum hliðum, heitsínkað Seidzmir stál sem er
sprautað með PE lakki eða duftlakkað skv. RAL litakerfinu, allt eftir óskum kaupanda.
Einangrunin er ýmist eldtefjandi PIR (Polyisocyancurate) eða steinull, en þær einingar má
nota sem eldvarnarveggi.
Sama er að segja um þakeiningar, en þar er einnig hægt að fá innra byrði eininganna gatað til þess að auka hljóðísog og bæta þar með hljóðvistina í stórum rýmum.

Við höfum gott úrval af klæðningum fyrir stálgrinda-og límtrésbyggingar.
Þak og veggeiningar með steinullareinangrun sem hægt er að nota sem eldvarnarveggi og tregbrennanlegar PIR einangraðar einingar.
Ásamt einingunum bjóðum við undirkerfi, áfellur, festingar, þakglugga, glugga, gönguhurðir og keyrsluhurðir.

bottom of page